Nokia 6110 Navigator - ÖRYGGI

background image

ÖRYGGI

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða varðað
við lög. Lesa skal alla notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU

Ekki má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem
hún kann að valda truflunum eða hættu.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til
að stýra ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir truflunum, sem getur haft áhrif
á virkni þeirra.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM SVÆÐUM

Virða skal allar takmarkanir. Slökkva skal á tækinu um borð í flugvélum, nærri
lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efnaverksmiðjum eða svæðum þar sem
verið er að sprengja.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við þessa vöru.

AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR

Aðeins má nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki má tengja saman
ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því þurru.

Um tækið

Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM 850, 900, 1800
og 1900 og UMTS 2100 símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.

Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og
lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.

Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda,
tónlistar og annars efnis.

Tækið styður nokkrar mismunandi gerðir tenginga. Líkt og gildir um tölvur hafa vírusar
og annað skaðlegt efni áhrif á tækið. Fara skal með gát við meðhöndlun skilaboða,
tengibeiðna, við vefskoðun og við niðurhal. Aðeins skal setja upp og nota þjónustu og
hugbúnað frá áreiðanlegum aðilum sem bjóða upp á nægjanlega vörn gegn skaðlegum
hugbúnaði líkt og Symbian Signed hugbúnað eða hugbúnað sem hefur staðist
Java Verified™ prófun. Þú ættir að íhuga að setja vírusvarnarhugbúnað og annan
öryggishugbúnað upp í tækinu og tölvum sem tengjast við það.

background image

7

Tækið getur innihaldið bókamerki og tengla fyrir vefsíður þriðju aðila. Einnig er hægt að
skoða vefsíður þriðju aðila í tækinu. Vefsíður þriðju aðila tengjast ekki Nokia og Nokia
hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú vilt heimsækja slíkar síður skaltu beita
öryggisráðstöfunum.

Halda skal tækinu frá seglum og segulsviðum þar sem þau kunna að kveikja á sumum
forritum.

Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf
að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra
tækja getur valdið truflun eða hættu.

Skrifstofuforritið styður helstu valkosti Microsoft Word, PowerPoint og Excel
(Microsoft Office 2000, XP og 2003). Ekki er hægt að skoða eða breyta öllum skráargerðum.

Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar
eru í tækinu.

Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum upplýsingar
um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

Sérþjónusta

Til að hægt sé að nota símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að
vera fyrir hendi. Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu. Ekki er hægt að
nota þessa valkosti í öllum símkerfum. Í öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram
á sérstaka skráningu fyrir þessari þjónustu. Leiðbeiningar ásamt upplýsingum um gjald fyrir
þjónustuna fást hjá þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna að hafa takmarkanir sem hafa áhrif
á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska
bókstafi og þjónustu.

Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða
ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið kann einnig
að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og táknum valmynda að hafa verið breytt.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.

Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP
samskiptareglum. Sumar aðgerðir þessa tækis, svo sem netvafur, tölvupóstur,
kallkerfi, spjall og margmiðlunarboð krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.

Rafhlaða fjarlægð

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.

background image

8