■ Hefðbundin notkunarstaða
Notaðu tækið aðeins í hefðbundinni stöðu.
Meðan á lengri aðgerðum stendur, eins og myndsímtali eða
háhraðagagnatengingu, getur tækið hitnað. Það er í flestum
tilvikum eðlilegt. Ef tæki vinnur ekki rétt skal fara með það
til næsta viðurkennda þjónustuaðila.
Farsímaloftnet (1)
Bluetooth-loftnet (2)
GPS-loftnet (3)
Í tækinu kunna að vera innri- og ytri loftnet. Líkt
og gildir um öll önnur tæki sem senda eða taka við
útvarpsbylgjum ætti að forðast að snerta loftnetið
að óþörfu við móttöku eða sendingu útvarpsbylgna.
Snerting við slíkt loftnet hefur áhrif á sendigæði og
getur valdið því að tækið noti meiri orku en annars
er nauðsynlegt og getur minnkað líftíma
rafhlöðu þess.