
Tengingar
Veldu
Valmynd
>
Stillingar
>
Símstill.
>
Tenging
>
Bluetooth
,
USB-snúra
,
Aðgangsstaðir
,
Pakkagögn
,
Gagnasímtal
,
SIP-stillingar
,
Stillingar
eða
APN-stjórnun
.
Bluetooth
Kveikt og slökkt á Bluetooth og Bluetoot-stillingum breytt.
Sjá „Bluetooth-tenging“ á bls. 82.
USB
USB-stillingum breytt. Sjá „USB-gagnasnúra“ á bls. 84.

77
Aðgangsstaðir
Aðgangsstaður er nauðsynlegur til að koma á gagnatengingu. Þú getur tilgreint
mismunandi gerðir aðgangsstaða:
• MMS-aðgangsstaðir til að senda og taka við margmiðlunarboðum,
• WAP-aðgangsstaður til að skoða vefsíður
• Internetaðgangsstaður (IAP) (til dæmis til að senda og taka við tölvupósti)
Kannaðu hjá þjónustuveitunni hvers konar aðgangsstað þú þarft að nota fyrir
þá þjónustu sem þú vilt fá aðgang að. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um
gagnaþjónustu og áskrift að henni.
Hægt er að fá aðgangsstaðastillingar í skilaboðum frá þjónustuveitunni, en einnig
getur verið að að stillingarnar séu forstilltar í tækinu þínu.
Til að búa til nýjan aðgangsstað eða breyta gildandi aðgangsstað skaltu velja
Valkostir
>
Nýr aðgangsstaður
eða
Breyta
. Til að búa til nýjan aðgangsstað með
því að nota stillingar gildandi aðgangsstaðar skaltu skruna að honum og velja
Valkostir
>
Afrita aðgangsstað
.
Það fer eftir því hvaða tenging er valin í
Flutningsmáti
hvaða stillingar eru í boði.
Fylltu út í alla reiti sem eru merktir með
Þarf að skilgr.
eða stjörnu.
Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá eftirfarandi stillingar:
Flutningsmáti
,
Nafn aðgangsstaðar
(aðeins fyrir pakkagögn),
Innhringinúmer
(aðeins fyrir gagnasímtöl),
Notandanafn
,
Lykilorð
,
Aðgangskort
,
Heimasíða
,
Tegund gagnasímtals
(aðeins fyrir gagnasímtöl) og
Hámarks gagnahraði
(aðeins fyrir gagnasímtöl).
Nafn tengingar
— Gefðu tengingunni lýsandi heiti.
Biðja um lykilorð
— Ef þú vilt þurfa að slá inn nýtt lykilorð við hverja innskráningu
á miðlara, eða ef þú vilt ekki vista lykilorðið í tækinu skaltu velja
Já
.
Ef tilgreina þarf útgáfu Internet-samskiptareglna, IP-númer síma, nafnaþjón fyrir
lén, proxy-miðlara og frekari stillingar fyrir gagnasímtöl, svo sem svarhringingar,
PPP-þjöppun, innskráningu og frumstillingu mótalds, skaltu velja
Valkostir
>
Frekari stillingar
. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá réttu stillingarnar.
Pakkagögn
Pakkagagnastillingarnar hafa áhrif á alla aðgangsstaði sem nota
pakkagagnatengingar.
Pakkagagnatenging
— Ef þú velur
Ef samband næst
og tækið er tengt við
símkerfi sem styður pakkagögn skráist það inn á pakkagagnakerfið og SMS
eru send um pakkagagnatengingu. Ef þú velur
Ef með þarf
notar tækið aðeins
pakkagagnatengingu ef þú ræsir forrit eða aðgerð sem þarfnast hennar.
Loka má pakkagagnatengingunni þegar ekkert forrit þarf hana lengur.

78
Ef engin pakkagagnaþjónusta er til staðar og þú hefur valið
Ef samband næst
reynir tækið reglulega að koma á pakkagagnatengingu.
Aðgangsstaður
— Til að nota tækið sem mótald fyrir tölvuna þarf að slá inn
heiti aðgangsstaðarins.
Háhraða pakkagögn
— Til að kveikja eða slökkva á HSDPA (sérþjónusta)
í UMTS-símkerfum.
Ef HSDPA-stuðningur er virkur getur verið fljótlegra að hlaða niður gögnum,
svo sem skilaboðum. tölvupósti og vafrasíðum um farsímakerfið.
Gagnasímtal
Gagnasímtalsstillingarnar hafa áhrif á alla aðgangsstaði sem nota
GSM-gagnasímtal.
Tími á netinu
— Til að láta gagnasímtalið rofna sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma ef
ekkert er í gangi. Til að velja tiltekinn tíma skaltu velja
Notandi skilgr.
og slá inn
mínútufjöldann. Ef þú velur
Ótakmarkaður
er gagnasímtalið ekki rofið sjálfkrafa.
SIP-stillingar
Hægt er að skoða og breyta SIP-stillingum (session initiation protocol).
Stillingar
Tilteknar aðgerðir, svo sem netvafur og margmiðlunarboð, kunna að krefjast
sérstakra stillinga. Þú getur fengið stillingarnar hjá þjónustuveitunni þinni.
Sjá „Stillingar“ á bls. 12.
Til að eyða stillingu skaltu skruna að henni og velja
Valkostir
>
Eyða
.
Eftirlit með aðgangsstaðarheiti
Með eftirlitsþjónustunni með aðgangstaðarheiti er hægt að takmarka notkun
aðgangsstaða fyrir pakkagögn. Þessi stilling er aðeins tiltæk ef USIM-kort er
til staðar í tækinu og USIM-kortið styður þjónustuna. Til að breyta stillingunum
þarftu að hafa PIN2-númerið.