Nokia 6110 Navigator - 4. Leiðsögn

background image

4. Leiðsögn

Tækið er með innbyggðan GPS-móttakar sem tekur
á móti radíómerkjum af litlum styrk frá gervihnöttum og
mælir ferðatíma merkjanna. Út frá ferðatímanum getur
GPS-móttakarinn reiknað út staðsetningu sína upp á metra.
Punktarnir eru gefnir upp í gráðum og broti úr gráðum
og notað er WGS-84 hnitakerfið.

GPS-móttakarinn er framan á tækinu, efst í hægra horni.
Þegar hann er notaður skal halda tækinu beinu í hendinni
og sjást verður til himins.

Það getur tekið nokkrar mínútur að koma á GPS-tengingu.

Þar sem þjónusta sem tengist GPS er háð þráðlausu umhverfi og kerfum er ekki
víst að hún virki ávallt alls staðar. Þegar GPS-móttaka rofnar skyndilega skaltu
ýta á Navigator-takkann til að endurræsa forritið.

background image

27

Tækið styður einnig þjónustuna Assisted GPS (A-GPS) sem flýtir fyrir
staðarákvörðun. Notuð er pakkagagnatenging og símafyrirtækið tekur hugsanlega
gjald fyrir hana í samræmi við áskrift þína. Hafðu samband við þjónustuveituna til
að fá réttan internetaðgangsstað og upplýsingar um gjald fyrir þjónustuna.

Assisted GPS (A-GPS) er notað til að fá hjálpargögn með pakkagagnatengingu og hjálpar
við að reikna út hnit staðsetningar þinnar þegar tækið tekur við merkjum frá gervitunglum.

Tækið hefur verið forstillt til að geta notað Nokia A-GPS þjónustuna ef engar
tilteknar A-GPS stillingar eru hjá þjónustuveitunni. Aðeins er náð í hjálpargögn
af Nokia A-GPS þjónustumiðlaranum þegar þörf krefur.

Þegar GPS-aðgerðin er ræst í fyrsta sinn þarf að tilgreina eða velja aðgangsstað
til að geta tekið A-GPS í notkun. Síðan fer A-GPS sjálfvirkt í gang þegar þörf krefur
nema A-GPS aðferðin sé óvirk. A-GPS þjónustan fer t.d. sjálfvirkt í gang ef slökkt
hefur verið á innbyggða GPS-tækinu í meira en tvær klukkustundir.

Til að gera staðsetningaraðferðir virkar eða óvirkar, svo sem A-GPS,
skaltu velja

Valmynd

>

Stillingar

>

Símstill.

>

Almennar

>

Staðsetning

>

Staðsetningaraðferðir

, fletta að viðkomandi aðferð og velja

Valkostir

>

Kveikja

eða

Slökkva

.

GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af Bandaríkjastjórn sem ber alla
ábyrgð á nákvæmni þess og viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða fyrir
áhrifum af breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn og kann að
breytast í samræmi við stefnu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um borgaralegt GPS og
alríkisáætlun um þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði gervihnatta getur einnig haft áhrif á
nákvæmni. Staðsetning, byggingar, náttúrulegar hindranir auk veðurskilyrða kunna að hafa
áhrif á móttöku og gæði GPS-merkja. Aðeins ætti að nota GPS-móttakarann utanhúss til
að taka á móti GPS-merkjum.

Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að treysta
eingöngu á staðsetningargögn frá GPS-móttakaranum og símkerfi fyrir staðsetningu
eða leiðsögn.

Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei skal treysta
eingöngu á kort sem ætluð eru til notkunar með þessu tæki.

Ef tækið finnur ekki gervihnattamerki gættu þá að eftirfarandi atriðum:

• Sértu innanhúss skaltu fara út til að ná betra merki.

• Sértu úti skaltu fara á opnara svæði.

• Gættu þess að höndin sé ekki yfir GPS-loftneti tækisins.

• Slæm veðurskilyrði geta einnig haft áhrif á sendistyrk.

• Það getur tekið nokkrar mínútur að koma á GPS-tengingu.

background image

28