Navigator-takki
Hægt er að nota Navigator-takkann sem flýtivísi fyrir ýmsar aðgerðir eftir því
hver staða Navigator-forritsins er þegar ýtt er á takkann.
• Navigator-forritið er ræst með Navigator-takkanum ef það er ekki í gangi.
• Ef Navigator-forritið er á skjánum en sýnir ekki staðsetningu þína færir
Navigator-takkinn kortið þangað sem þú ert staddur.
• Ef Navigator-forritið er í forgrunni og sýnir staðsetningu þína ræsir
Navigator-takkinn leiðsöguaðgerðina.
• Ef Navigator-forritið keyrir í bakgrunningum færir Navigator-takkinn
forritið upp á skjáinn og fer að GPS-staðsetningunni á kortinu.