Hreyfimyndir fluttar úr tölvu
Nota skal samhæfa USB-snúru eða Bluetooth-tengingu þegar hreyfimyndir
eru fluttar.
Tölvan þarf að vera með eftirfarandi búnað til að hægt sé að flytja hreyfimyndir:
• Microsoft Windows XP stýrikerfi (eða nýrra)
• Nokia PC Suite 6.82 eða nýrri útgáfu
• Nokia Video Manager forrit (viðbótarforrit við PC Suite)
Ef þú tengir USB-snúruna til að flytja hreyfimyndir skaltu nota Nokia
Video Manager í Nokia PC Suite og velja
PC Suite
til að tengjast.
Til að breyta sjálfgefinni stillingu USB-tengingar skaltu velja
Valmynd
>
Stillingar
>
Tenging
>
USB-snúra
>
USB-stilling
.
Nokia Video Manager í Nokia PC Suite er til þess gerður að umkóða og
flytja hreyfimyndaskrár. Nánari upplýsingar um flutning hreyfimynda með
Nokia Video Manager, sjá Nokia Video Manager hjálpartextann.