Nokia 6110 Navigator - Útvarp

background image

Útvarp

Þú getur notað Visual Radio forritið sem FM-útvarp með því að stilla og velja
stöðvar sjálfvirkt, eða með sjónrænum upplýsingum um útvarpsefnið, ef þú stillir
á stöðvar sem bjóða upp á Visual Radio þjónustuna og símafyrirtækið styður hana.
Sjónræn þjónusta byggir á pakkagögnum (sérþjónusta).

Ekki er hægt að kveikja á útvarpinu þegar tækið er ótengt.

FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er í þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól
eða aukahlutur þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.

Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af
háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu
þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.

Yfirleitt er hægt að hringja eða svara símtali á meðan hlustað er á útvarpið.
Hljóðið fer sjálfkrafa af útvarpinu þegar talað er í símann.

Til að kveikja á útvarpinu skaltu velja

Valmynd

>

Miðlar

>

Radio

.

Veldu

Hætta

til að slökkva á útvarpinu.