Nokia 6110 Navigator - Stöðvaskrá

background image

Stöðvaskrá

Með stöðvaskránni (sérþjónusta) er hægt að velja Visual Radio eða venjulegar
útvarpsstöðvar af lista, flokkaðar í möppur.

Þjónustuveitan veitir upplýsingar um framboð, kostnað og áskrift að þjónustunni.

Stöðvaskráin opnuð í skjá sjónræns efnis

Til að sækja auðkenni sjónrænu þjónustunnar og ræsa sjónrænt efni fyrir opna
útvarpsstöð skaltu velja

og

Sækja

. Eftir að tengingu hefur verið komið á við

stöðvaskrána skaltu velja staðsetningu sem er næst þér af lista með möppum.

Tækið ber tíðni útvarpsstöðvanna á listanum við tíðnina sem stillt er á.
Ef samsvarandi tíðni finnst birtist auðkenni stöðvarinnar sem stillt er á.
Veldu

Í lagi

til að hefja flutning sjónræna efnisins.

Ef það eru fleiri en ein útvarpsstöð með tíðnina eru þær birtar á lista með
auðkenni sínu.

Veldu þá útvarpsstöð sem þú vilt. Þá birtist útvarpsstöðin sem stillt er á ásamt
auðkenni sínu. Veldu

Í lagi

til að hefja flutning sjónræna efnisins.

Stöðvaskráin opnuð úr valkostum

Til að opna stöðvaskrána (sérþjónusta) úr stöðvalistanum skaltu velja

Valkostir

>

Stöðvaskrá

.

Eftir að tengingu hefur verið komið á við stöðvaskrána þarftu að velja þá
staðsetningu sem er næst þér af lista yfir sæti.

Útvarpsstöðvar með sjónrænu efni eru merktar með .

Veldu þá útvarpsstöð sem þú vilt og svo úr eftirfarandi valkostum:

Hlusta

— Til að stilla á auðkenndu útvarpsstöðina. Til að staðfesta tíðnina skaltu

velja

.

Opna sjónr. þjónustu

— Til að opna sjónrænt efni þeirrar útvarpsstöðvar sem stillt

er á (þegar boðið er upp á það).

Vista

— Til að vista upplýsingar um stöðina sem er opin á stöðvalistanum.

Upplýsingar

— Til að sjá upplýsingar um rásir.

background image

55