
■ Myndavél
Tækið hefur tvær myndavélar, myndavél með hárri upplausn aftan á tækinu
(aðalmyndavélin í landslagsstöðu) og myndavél með minni upplausn framan
á því (aukamyndavélin í portrait-stöðu). Hægt er að nota báðar myndavélarnar
til að taka kyrrmyndir og hreyfimyndir.
Þegar nota á aðalmyndavélina skal opna rennilokið
yfir henni. Ýttu á myndavélartakkann til að kveikja
á myndavélinni.
Notaðu hljóðstyrkstakkana eða
skrunaðu upp eða niður til að súmma
að eða frá. Til að taka mynd skaltu ýta
á myndavélartakkann. Myndin er
vistuð í
Myndir
í
Gallerí
og myndin
birtist á skjánum. Til að fara aftur
í myndgluggann skaltu velja
Til baka
.
Ýttu á hreinsitakkann til að eyða
myndinni.
Til að taka myndaröð skaltu velja
Valkostir
>
Myndaröð
>
Kveikt
. Þegar stillt
er á myndaröð tekur myndavélin sex myndi í röð og birtir myndirnar á töflu.
Til að nota víðmyndarstillinguna skaltu velja
Valkostir
>
Víðmynd
. Ýttu
á myndatökutakkann til að taka víðmynd. Forskoðun á víðmyndinni birtist
á skjánum. Snúðu hægt til hægri eða vinstri. Ekki er hægt að skipta um átt.
Þú snýrð of hratt ef örin á skjánum verður rauð. Ýttu aftur á myndatökutakkann
til að stöðva víðmyndartökuna. Aðeins er boðið upp á víðmyndarstillingu
í aðalmyndavélinni.
Til að kveikja eða slökkva á flassinu skaltu velja
Valkostir
>
Leifturljós
>
Virkt
eða
Óvirkt
. Ef
Sjálfvirkt
er valið er flassið notað sjálfvirkt þegar þörf krefur. Aðeins er
boðið upp á flass í aðalmyndavélinni.
Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða dýr sem eru
mjög nálægt. Ekki má hylja flassið þegar mynd er tekin.

49
Til að nota næturstillingu í daufri birtu skaltu velja
Valkostir
>
Næturstilling
>
Kveikt
.
Til að nota sjálfvirka myndatöku skaltu velja
Valkostir
>
Sjálfvirk myndataka
og hve langur tími þú vilt að líði áður en myndin er tekin. Ýttu á skruntakkann
og tímamælirinn fer í gang.
Til að stilla ljósgjafa eða litáferð skaltu velja
Valkostir
>
Stilla
>
Ljósgjafi
eða
Litáferð
. Aðeins er boðið upp á þessar stillingar í aðalmyndavélinni.
Til að taka upp hreyfimynd skaltu velja
Valkostir
>
Hreyfimyndataka
og ýta
á skruntakkann til að hefja upptöku.