
Spilun miðlunarskráa
Til að spila miðlunarskrá í RealPlayer skaltu velja
Valkostir
>
Opna
og úr
eftirfarandi:
Nýjustu skrár
— Til að spila miðlunarskrár sem nýlega hafa verið spilaðar.
Vistaða skrá
— Til að spila miðlunarskrár sem eru geymdar í minni tækisins eða
á minniskortinu.
Til að straumspila efni:
• Veldu straumspilunartengil sem er vistaður í galleríinu. Komið er á tengingu
við straumspilunarmiðlarann.
• Opnaðu straumspilunartengil á meðan þú vafrar á vefnum.
Til að straumspila efni verðurðu fyrst að setja upp stillingar fyrir sjálfgefinn
aðgangsstað þinn. Sjá „Aðgangsstaðir“ á bls. 77.
Margar þjónustuveitur fara fram á að þú notir internetaðgangsstað (IAP) sem
sjálfgefinn aðgangsstað. Aðrar þjónustuveitur leyfa notkun WAP-aðgangsstaða.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.

52
Aðeins er hægt að opna rtsp:// vefföng í RealPlayer. Það er ekki hægt að
opna http:// vefföng. Hins vegar ber RealPlayer kennsl á http-tengil sem
vísar í .ram-skrá þar sem .ram-skrá er textaskrá sem inniheldur rtsp-tengil.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður
því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Flýtivísar meðan á spilun stendur
Skrunaðu upp til að fara áfram í skránni eða niður til að fara til baka.
Ýttu á hljóðstyrkstakkana til að hækka og lækka.